Bíllinn er fluttur inn í júní 2017 frá Danmörku og kaupi ég hann í maí 2018. Síðan þá er mikið búið að breyta bílnum, bæði virkni og útliti. Búið er að taka bílinn algjörlega í gegn að utan, nýtt body kit sett á hann og málaður að innan sem utan. Öryggisbúr, vökvahandbremsa, búið að breyta beygjuradíus bílsins, vatnskassinn í skottinu og ýmislegt fleira til að bíllinn sé löglegur og samkeppnishæfur i drift. Íslandsmeistari í opnum flokk 2018
Full byggður keppnisbíll með röra grind alveg fram og aftur. Verður notaður í drift, kvartmilu og tímaat
Framleidd 29. júlí 1982 í nýju Corvettu verksmiðjunni í Bowling Green, Kentucky og seldur til Kaliforníu Það ár voru framleiddar 25.407 Corvettur og síðasta árið fyrir C3 týpuna sem hafði verið framleidd samfellt í 15 ár. Hákarla heitið kemur frá Mako Shark ll hönnunar bílnum sem léði C3 Corvettunni sitt sérstaka lag Tveir eigendur frá 1982 til 2003 þegar núverandi eigandi kaupir hann í gegnum Ebay. Fluttur til Íslands 2012 og uppgerð kláruð. Sumarið 2016 var gert video um JAWS Corvettuna af bandaríska bílavefmiðlinum Petrolicious.com og hefur hróður hennar borist víða um heim en yfir 120 vefmiðlar hafa fjallað um þetta videó auk bílablaðanna Road & Track og Automobile. Í september 2017 mætti svo franski bílaþátturinn Direct Auto sem sýndur er í gegnum Canal Plus og var gert vænt video á frönsku um JAWS Corvettuna
Ford Escort body, fullsmíðuð Audi vél. Fluttur inn frá Svíþjóð árið 2017, tilbúinn til aksturs.
MIB - Mustang In Black Keyptur á eBay í desember 2002, skráður hér 7. apríl 2003. Var fyrirsæta í kynningu Yamaha Europe 2004 á nýju MT-01 mótorhjóli og kom fram í bæklingum og netmiðlum á þeirra vegum. Vann "Show Off Car of the Year 2006 " á Cardomain.com bílavefnum sem þá var stærsti bílavefur í heimi - fyrsti bíllinn sem vann þennan titil en þetta hefur verið árlegur viðburður síðan - MIB naut mikils stuðnings íslenskra Mustang aðdáenda og eiga þeir allir þakkir skilið!
Sterling Extreme 302 #15/25 - er 25 ára afmælisútgáfa af Saleen og voru aðeins 25 bílar framleiddir í tilefni afmælisins. Bílarnir eru allir eins og er þessi bíll númer 15 og er sá eini sem var fluttur frá Bandaríkjunum. Í þennan bíl var ekkert til sparað og er hann með öllu því flottasta sem Saleen bauð uppá á þessum tíma. Sérsaumuð innrétting með 450 gr. silfurplötu í mælaborðinu með númeri bílsins. Skipt var um fjöðrun og bremsur og einnig voru felgurnar sérframleiddar fyrir þessa afmælisútgáfu frá Saleen.
Fjölnota keppnistæki - SPRSNK hefur líklegast farið flestar ferðir allra á Kvartmílubrautinni s.l. 10 ár. Þá hefur líka verið tekið á honum í tímaati og drifti. Í valnum liggja tvær vélar, gírkassi, nokkrar kúplingar og mismunadrif. Í smíðum er ný keppnisvél og ýmsar aðrar endurbætur eru fyrirhugaðar.
Orginal driflína eins og hún leggur sig, komið veltibúr í hann og allt úr efstu hillu í fjöðrun/stýrisbúnaði.
303 hefur að mestu lagt keppnir á hilluna og er notaður sem götubíll í dag. Mótor og driflína , fjöðrun og bremsur eru ennþá í race uppsetningu. Og aldrei að vita nema hann sjáist eitthvað upp á braut í framtíðinni.
10.7@128mph N/A (bara à mótor) 9.93@138mph (100 hestafla nítró auki)
Framleiddur 18. febrúar 2003 en það ár runnu 7.388 Carrera 4S Coupe bílar út úr Porsche verksmiðjunni í Stuttgart Zuffenhausen, eini sinnar gerðar á Íslandi. Carrera 4S er fjórhjóladrifin widebody einsog Turbo útfærslan og að öllu leiti nánast eins nema engar turbínur og ekki stór afturspoiler. Einn eigandi í Bandaríkjunum frá 2003-2007 þegar hann er fluttur in til Íslands en núverandi eigandi keypti hann 2009 Fyrsti Safety Car bíllinn sem notaður er við kappakstur á Íslandi og hefur gegn því hlutverki við Þolaksturskeppnirnar 2017 og 2018 9:11 Porsche Magazine gerði stutt video um þennan íslenska Carrera 4S sumarið 2017 og síðan var hann í myndatöku fyrir Curves Magazine 2018
Þessi bíll á besta tíma "full body" bíla á hringakstursbraut KK - 1:21.611 sek. Um er að ræða sérsmíðað keppnistæki sem er knúinn hinni goðsagnakenndu 6 cylindra boxer vél sem einkennir Porsche 911. Sú snýst í heila 9000 snúninga á mínútu og bíllinn skartar sig af meira en 30000 sigrum í kappakstursbrautum heimsins. Hröðun frá 0 – 100 tekur einungis 3,2 sekúndur en engu að síður er helsti eiginleiki bílsins hvernig hann keyrir brautina og hreinlega grefur sig niður í malbikið í hverri beygju.
Bíllinn hefur þrisvar sett brautarmet og flokkamet á hringakstursbraut Kvartmíluklúbbsins og á best 1:22,705. Bíllinn hefur verið léttur um ca 200 kg með því að fjarlægja allan óþarfa. Léttar felgur af Porsche 996 turbo. Demparakerfi frá Bilstein Bremsukælivængir af Porsche GT3 eru undir bílnum og beina lofti að frambremsum sem eru með Pagid bremsuklossum. Dekk breikkuð úr 205/255 mm í 265/305 mm. Afturvængur af Porsche 996 GT3 RS. Framstuðari af Porsche 996 GT2, breyttur svo hann passi á bílinn. Brettakantar Körfustóll og 6 punkta öryggisbelti Aftakanlegt stýri. Dráttarlykkjur að framan og aftan. FIA löglegt búr frá Custom Cages.
Hjólið var rifið niður á grind og sprautað 4 umferðir af lit, 4 umferðir af perlu og síðan glæra, strípur og stafir er sprautað hvergi límmiðar
Þessi bíll var smíðaður árið 2016 með drift í huga og til að nota í 1/4 mílu. Besti kvartmílutími er 10.55sec@130mph á þessu sumri og á mikið meira inni. Slatti af breytingum fyrirhugaðar í vetur.
Sérsmíðaður bíll fyrir drift, fluttir inn frá Danmörku árið 2017. Dyno mældur 715 hp / 1.050 Nm á dælubensíni. Í byrjun árs 2018 var bíllinn síðan settur yfir á E85 og spíssar maxaðir. Í vetur verða settir í stærri spíssar, meiri blástur og dyno mældur á ný. Ökutækið tók sitt fyrsta heila keppnistímabil núna 2018 og endaði í 2. sæti til Íslandsmeistara í opnum flokki. Opinn flokkur í drifti er þar sem tveir bílar keyra samhliða í braut.
Hérna er á ferðinni kraftmesti Golf R landsins sem skipar sér í hóp með 10 kraftmestu MK7R bíla í heiminum, sem haldbærar heimildir eru um. Engum Golf R hefur verið breytt á þennan hátt og má segja að hér sé ákveðið frumkvöðlaverk í smíðum. Bíllinn er notaður í hversdagsleikanum og á keppnisbrautinni, sem sýnir hversu fjölbreyttur hann er. Framundan eru enn frekari breytingar.
Gamall rallýcross bíll sem hefur verið tekin lítillega í gegn og er nú nýttur í þolakstur og tímaats æfingar.