Keppnistæki

Chevrolet Corvette C3

Framleidd 29. júlí 1982 í nýju Corvettu verksmiðjunni í Bowling Green, Kentucky og seldur til Kaliforníu Það ár voru framleiddar 25.407 Corvettur og síðasta árið fyrir C3 týpuna sem hafði verið framleidd samfellt í 15 ár. Hákarla heitið kemur frá Mako Shark ll hönnunar bílnum sem léði C3 Corvettunni sitt sérstaka lag Tveir eigendur frá 1982 til 2003 þegar núverandi eigandi kaupir hann í gegnum Ebay. Fluttur til Íslands 2012 og uppgerð kláruð. Sumarið 2016 var gert video um JAWS Corvettuna af bandaríska bílavefmiðlinum Petrolicious.com og hefur hróður hennar borist víða um heim en yfir 120 vefmiðlar hafa fjallað um þetta videó auk bílablaðanna Road & Track og Automobile. Í september 2017 mætti svo franski bílaþátturinn Direct Auto sem sýndur er í gegnum Canal Plus og var gert vænt video á frönsku um JAWS Corvettuna

Eigandi

Sigfús Bergmann Sverrisson

Ökumenn


Akstursferill

Meira

Tæknilegar upplýsingar

L-83 350cid
8cyl
5735 cc
N/A
Sjálfskiptur
1515 kg
200 hö
285 Nm
Breytingar: Fiberflex fram og aftur stuðarar, VBP Monospring framan og aftan, VBP efri og neðri A armar, Bilstein demparar, ál vatnskassi, stainless braided bremsurör og stainless stimplar í bremsum Á næstunni er ráðgert að koma fyrir Renegade Crossfire ál milliheddi, 3.55 drifhlutfalli og tannstangar stýrisvél frá Steeroid