10.7@128mph N/A (bara à mótor) 9.93@138mph (100 hestafla nítró auki)
Framleiddur 18. febrúar 2003 en það ár runnu 7.388 Carrera 4S Coupe bílar út úr Porsche verksmiðjunni í Stuttgart Zuffenhausen, eini sinnar gerðar á Íslandi. Carrera 4S er fjórhjóladrifin widebody einsog Turbo útfærslan og að öllu leiti nánast eins nema engar turbínur og ekki stór afturspoiler. Einn eigandi í Bandaríkjunum frá 2003-2007 þegar hann er fluttur in til Íslands en núverandi eigandi keypti hann 2009 Fyrsti Safety Car bíllinn sem notaður er við kappakstur á Íslandi og hefur gegn því hlutverki við Þolaksturskeppnirnar 2017 og 2018 9:11 Porsche Magazine gerði stutt video um þennan íslenska Carrera 4S sumarið 2017 og síðan var hann í myndatöku fyrir Curves Magazine 2018
Þessi bíll á besta tíma "full body" bíla á hringakstursbraut KK - 1:21.611 sek. Um er að ræða sérsmíðað keppnistæki sem er knúinn hinni goðsagnakenndu 6 cylindra boxer vél sem einkennir Porsche 911. Sú snýst í heila 9000 snúninga á mínútu og bíllinn skartar sig af meira en 30000 sigrum í kappakstursbrautum heimsins. Hröðun frá 0 – 100 tekur einungis 3,2 sekúndur en engu að síður er helsti eiginleiki bílsins hvernig hann keyrir brautina og hreinlega grefur sig niður í malbikið í hverri beygju.
Bíllinn hefur þrisvar sett brautarmet og flokkamet á hringakstursbraut Kvartmíluklúbbsins og á best 1:22,705. Bíllinn hefur verið léttur um ca 200 kg með því að fjarlægja allan óþarfa. Léttar felgur af Porsche 996 turbo. Demparakerfi frá Bilstein Bremsukælivængir af Porsche GT3 eru undir bílnum og beina lofti að frambremsum sem eru með Pagid bremsuklossum. Dekk breikkuð úr 205/255 mm í 265/305 mm. Afturvængur af Porsche 996 GT3 RS. Framstuðari af Porsche 996 GT2, breyttur svo hann passi á bílinn. Brettakantar Körfustóll og 6 punkta öryggisbelti Aftakanlegt stýri. Dráttarlykkjur að framan og aftan. FIA löglegt búr frá Custom Cages.